Frístundakort og frístundastyrkir
Ef námskeið finnst ekki inní greiðslukerfi Sportabler hefur félag/stofnun ekki gert samning við Norðurþing um notkun frístundarstyrkja eða eftir á að stofna námskeiðið.
Ef verið er að skrá einstakling í námskeið og valmöguleiki að nýta frístundastyrk kemur ekki upp skal hafa samband við skrifstofu Norðurþings.
- Völsungur (sportabler - volsungur.is)
- Austri
- Tónlistarskóli Húsavíkur (tonhus.is)
- HSÞ (https://www.sportabler.com/shop/hsth)
- Akureyrarbær (nánari upplýsingar inná rosenborg.is, en hafa þarf samband við Norðurþing ef ekki er hægt að nýta styrk við skráningu)
Er félagið þitt ekki með samning við Norðurþing ?
Samningsform má finna hér og hafa skal samband við íþrótta- og tómstundafulltrúa Norðurþings til að fá samning samþykktan.
Reglur um frístundarstyrki ársins 2023 má finna með því að smell hér.
2019 = 10.000 kr.
_________________________________________________________________________
Frístundakort (árskort í sund)
Reglur um frístundakort
Frístundakort eru í boði fyrir ungmenni sveitarfélagsins, 17 ára og yngri (að því almanaksári sem 18 ára aldri er náð). Kortið veitir aðgang að sundlaugum Norðurþings.
Frístundakortið stendur þeim til boða sem eru með skráð lögheimili í sveitarfélaginu eða eiga foreldra/foreldri sem er með lögheimili í sveitarfélaginu.
Frístundakortið kostar 3.000 krónur fyrir fyrsta barn og 2.000 krónur fyrir annað barn. Frístundakortið er frítt fyrir þriðja barn eða fleiri börn í fjölskyldu.
Frístundakortið gildir eitt ár frá útgáfudegi. Frístundakorti skal framvísa við komu í sundlaugar sveitarfélagsins.
Fyrirkomulag á afgreiðslu kortsins verður með eftirfarandi hætti:
Frístundakortin eru afgreidd og gefin út í sundlaugum Norðurþings.
Uppgjör vegna kortanna fer fram við afhendingu.
Samþykkt á 48. fundi Tómstunda- og æskulýðsnefndar Norðurþings 9.febrúar 2016
Nánari upplýsinga veitir:
Hafrún Olgeirsdóttir
Íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings
464-6100
hafrun@nordurthing.is