Fara í efni

Borgin frístund og skammtímadvöl

Umsjón: Íris Myriam Waitz
Netfang: irisw@nordurthing.is

Reglur um frístund 

Dagatal 2024 - 2025

Borgin er frístundarstarf og skammtímadvöl á Húsavík sem er fyrir börn á aldrinum 10-18 ára sem hafa fjölþættar stuðningsþarfir. Boðið er upp á fjölbreytt skapandi starf og útiveru sem er unnin í samvinnu við börnin, eftir óskum, áhugasviðum og eftir getu hvers og eins. Lögð er áhersla á að skapa gleðilegt og nærandi umhverfi þar sem börnin fá að vera með félögum sínum, hafa gaman, vera skapandi, finna styrkleika sína og hæfileika. Ýmislegt er í boði s.s leikir, spil, útivera, sund, ævintýra og vettvangsferðir og ýmsar smiðjur s.s list og föndur, íþróttir og tilraunir og fleira sem er áhuga fyrir. Einnig njótum við þess sem er í boði á Húsavík og í nærumhverfi s.s. ýmis námskeið, vettvangsferðir, heimsóknir og fleira. Unnið er eftir þjónandi leiðsögn þar sem virðing, öryggi, umhyggja og þátttaka eru grunnstoðir.

Markmið starfsins er:

  • Að hvert barn fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu
  • Bæta heilsu og vellíðan þátttakenda í gegnum leik og starf
  • Efla félagsfærni, eignast vini og æfa góð samskipti
  • Kynnast mismunandi tómstundum, taka þátt í því sem er í boði í umhverfinu, list og umhverfisvitund
  • Efla sjálfsmynd, finna og rækta hæfileika sína
  • Efla sjálfstraust og sjálfstæði, vera við stjórn í eigin lífi og finna að maður getur haft áhrif á umhverfið sitt (valdefling)
  • Styrkja heilsusamlega rútínu og vana

Opnunartími:
Frístund fylgir skólastarfinu í Borgarhólsskóla.
Vetraropnun: frá 19. ágúst til 6. júní: frá kl. 12 til 16, einnig er opið frá kl. 8 -16 á starfs- og skipulagsdögum skólana. 

Borgin sumarfrístund.
Í sumar verður boðið upp á dagþjónustu fyrir börn og ungmenni á aldrinum 10-18 ára með fjölþættar stuðningsþarfir (einnig börn sem hafa lokið 4. bekk). Opið verður frá skólalokum 5. júní og þar til skóli hefst á ný í haust (16. ágúst síðasti dagur sumarfrístund Borgarinnar). Opið verður alla virka daga frá 10 – 16. En lokað verður fyrstu tvær vikurnar í júlí, frá mánudeginum 1. júlí og opnar aftur mánudaginn 12. júlí.

Skammtímadvöl er í boði tvær helgar í mánuði, frá kl. 16:00 á föstudegi til 8:00 á mánudagsmorgun, og frá 16-19 á virkum dögum. Í júlí verður lokað í sammtímadvöl um helgar.

Hér má skrá sig í Borgin Frístund

Hér má skrá sig í Borgin - skammtímadvöl

Hér má skrá sig í Borgin - sumarfrístund

Staðsetning og símanúmer:
Sólbrekka 28, símanúmer 696-1201
640 Húsavík