Fara í efni

Menntun

Fjölskylduráð Norðurþings fer með málefni grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla í sveitarfélaginu. Fræðslufulltrúi er starfsmaður ráðsins. Fræðslufulltrúi er Jón Höskuldsson.

Leikskólar
Norðurþing rekur leikskólann Grænuvelli á Húsavík, og samrekna leik- og grunnskóla í Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar.  Í leikskólunum  eru nemendur á aldrinum eins til sex ára. Miðað er við að öll börn komist í leikskóla að hausti á því ári sem þau verða eins árs.
 
Grunnskólar
Í Norðurþingi eru reknir þrír heildstæðir grunnskólar, Borgarhólsskóli á Húsavík, Öxarfjarðarskóli í Lundi í Öxarfirði og Grunnskóli Raufarhafnar.
 

Tónlistarskóli
Tónlistarskólinn er með stjórnstöð og jafnframt stærstu starfsstöð sína í sérhönnuðum hluta húsnæðis Borgarhólsskóla en er einnig með starfsstöðvar innan hinna grunnskólanna. Tónlistarskólinn þjónar öllum sem sækjast eftir tónlistarnámi, hvort sem það eru börn á  skólaaldri eða fullorðnir.

Dagforeldrar
Ekki eru starfandi dagforeldrar í Norðurþingi

Skólaþjónusta Norðurþings
Hlutverk skólaþjónustunnar er að veita ráðgjöf samkvæmt lögum um leik- og grunnskóla ásamt viðeigandi reglugerðum.

Skólaþjónustan er samrekin með félagsþjónustu Norðurþings. Auk Norðurþings nær starfssvæði skólaþjónustunnar til Skútustaðahrepps, Svalbarðshrepps og Langanesbyggðar.

Skólastefna

Skólastefna Norðurþings

Allar frekari upplýsingar um skólastofnanir sveitarfélagsins eru að finna hér til hægri á síðunni.