Fara í efni

Umönnunargreiðslur, umönnunarkort og foreldragreiðslur

Umsjón: Anna Björg Leifsdóttir
Netfang: anna@nordurthing.is
Sími: 464-6100
 
Umönnunargreiðslur

Umönnunargreiðslur eru fjárhagslegur stuðningur til framfæranda fatlaðra eða langveikra barna auk barna með þroskaraskanir. Hægt er að sækja um umönnunargreiðslur þegar umönnun barns er umfram það sem eðlilegt getur talist hjá barni á sama aldri og einnig þegar kostnaður er mikill vegna heilbrigðisþjónustu, meðferðar eða þjálfunar. Gildistími umönnunarmats er að hámarki 5 ár í senn.

Nánari upplýsingar um umsóknarferlið má finna á vefsíðu Tryggingastofnunar.

Ef barn er með fötlun þarf að fá tillögu um umönnunargreiðslur frá félagsþjónustu viðkomandi sveitarfélags. Farsælast er að senda Tryggingastofnun umsókn og læknisvottorð, sem mun síðan senda erindi til sveitarfélaga og kalla eftir tillögu um umönnunargreiðslur (vegna barna með fötlun).
Foreldrar sem fá umönnunargreiðslur, þ.e. mánaðarlegar greiðslur, geta sótt um niðurfellingu á bifreiðagjaldi af einum bíl. Það er gert með því að fylla út eyðublað um niðurfellingu bifreiðagjalda.

Umönnunarkort
Umönnunarkort veitir foreldrum afslátt af læknisþjónustu fyrir börn. Sækja þarf um umönnunarkort og skila inn læknisvottorði.
Sum fyrirtæki og stofnanir veita afslátt gegn framvísun umönnunarkortsins. Athugaðu hvort slíkt sé í boði en mundu að hafa kortið meðferðis.

Foreldragreiðslur vegna langveikra eða alvarlegra fatlaðra barna
Foreldragreiðslum er ætlað að tryggja framfærslu þegar foreldri getur ekki sinnt vinnu eða námi vegna umönnunar langveiks eða fatlaðs barns yngra en 18 ára. Þetta er sameiginlegur réttur foreldra. Báðir foreldrar geta því ekki fengið greiðslur á sama tíma.

Sjá nánar á vef Tryggingastofnunar.