Fara í efni

Fjölskylduráð

Fjölskylduráð Norðurþings fer með málefni Fjölskyldusviðs Norðurþings.

Fundir fjölskylduráðs eru haldnir alla mánudaga (nema þá viku er sveitarstjórnafundir eru haldnir) kl. 08:30 í Stjórnsýsluhúsi Norðurþings. Formleg erindi skulu berast síðasta lagi fyrir hádegi á fimmtudegi á netfangið nordurthing@nordurthing.is

Ráðið annast stefnumótun í íþrótta-, tómstunda-, forvarna- , æskulýðs- og menningarmálum. Ráðið skal stuðla að virku íþrótta- og æskulýðsstarfi og virkja félagsauðinn í sveitarfélaginu. Ráðið ber ábyrgð á samskiptum við þá aðila sem vinna að menningarmálum í sveitarfélaginu. Ráðið ber að vinna að undirbúningi viðburða og hátíða í samvinnu við hagsmunaaðila. Ráðið skal taka ákvarðanir og gera tillögur til sveitarstjórnar um málefni á verksviði sínu. Jafnframt hefur ráðið eftirlit með að samþykktum og stefnumörkun á verksviði nefndarinnar sé fylgt. Auk ofangreindra verkefna getur sveitarstjórn falið ráðinu ýmis verkefni með erindisbréfum.

Fimm aðalmenn og fimm til vara. Formaður Fjölskylduráðs skal vera aðalmaður í sveitarstjórn. Framboð sem hefur fulltrúa í sveitarstjórn og á ekki kjörinn fulltrúa í fastanefnd skal hafa einn áheyrnarfulltrúa í fastanefndinni og annan til vara til þátttöku í fundum nefndarinnar. 

Ráðið fer með verkefni jafnréttisnefndar samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008, verkefni húsnæðisnefndar samkvæmt lögum um húsnæðismál nr. 44/1998, verkefni félagsmálanefndar og þar með málefni félagsþjónustu eins og þau eru skilgreind í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, jafnframt umsjón með daggæslu í heimahúsum á grunni laga um félagsþjónustu, málefnum fatlaðra samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992  og með öldrunarmálum samkvæmt lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999. Ráðið sinnir verkefnum skólanefndar samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008, verkefni leikskóla samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008, verkefni tónlistarskóla samkvæmt lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985, verkefni framhaldsskóla samkvæmt ákvæðum 5. gr. framhaldsskólalaga nr. 92/2008  auk samstarfs við menntastofnanir, fullorðinsfræðslu og endurmenntun.

Sviðsstjóri velferðarsviðs er Jón Höskuldsson.
Félagsmálastjóri er Lára Björg Friðriksdóttir
Íþrótta og tómstundafulltrúi er Hafrún Olgeirsdóttir
Fjölmenningarfulltrúi er Nele Marie Beitelstein.
 
Aðalmenn:
Helena Eydís Ingólfsdóttir, formaður (D).
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, varaformaður (M). 
Bylgja Steingrímsdóttir, aðalmaður (B). 
Hanna Jóna Stefánsdóttir, aðalmaður (B)
Jónas Þór Viðarsson, aðalmaður (V).
Ísak Már Aðalsteinsson,  áheyrnafulltrúi (S).

Varamenn:
Kristján Friðrik Sigurðsson, varamaður (D).
Sævar Veigar Agnarsson, varamaður (M).
Heiðar Hrafn Halldórsson, varamaður (B)
Unnsteinn Ingi Júlíusson, varamaður (B)
Halldór Jón Gíslason, varamaður (V).
Jóna Björg Arnarsdóttir, varamaður (S).


Fundargerðir fjölskylduráðs Norðurþings má finna hér