Fara í efni

Menningarmiðstöð Þingeyinga

Norðurþing er stofnaðili að sjálfseignarstofnuninni Menningarmiðstöð Þingeyinga (MMÞ) ásamt Aðaldælahreppi, Langanesbyggð, Skútustaðahreppi, Tjörneshreppi, Svalbarðshreppi og Þingeyjarsveit.

Rekstur Menningarmiðstöðvarinnar lýtur ákvæðum safnalaga, þjóðminjalaga, laga um Þjóðskjalasafn Íslands og reglugerð um héraðsskjalasöfn auk laga um náttúrugripa- og listasöfn.

Á vegum Menningarmiðstöðvarinnar eru fjölmargar sýningar sem finna má nánari upplýsingar um á vef stofnunarinnar 

Árið 2017 tók Menningarmiðstöð Þingeyinga yfir rekstur bókasafna Norðurþings. 

Höfuðstöðvar eru í Safnahúsinu, Stóragarði 17, 640 Húsavík
Sími:
 464 1860
Netfang: safnahus@husmus.is
Veffang: www.husmus.is/