Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 18
Málsnúmer 1208003
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 52. fundur - 20.08.2012
Fyrir bæjarráði liggur til staðfestingar, í umboði bæjarstjórnar, fundargerð 18. fundar fræðslu- og menningarnefndar. Til máls tóku undir fundargerðinni: Gunnlaugur, Jón Helgi, Trausti, Friðrik og Þráinn. Mál: 201208031 - leikskóladvöl barna utan lögheimilissveitarfélags. Bæjarráð samþykkir að leita eftir samningum við Skútustaðahrepp um leikskólapláss fyrir börn frá Grímsstöðum og Grímstungu. Menningar- og fræðslunefnd er falið að ganga til samninga og leggja fram áætlun vegna þessa. Aðrir liðir staðfestir án umræðu.
Bæjarstjórn Norðurþings - 17. fundur - 18.09.2012
Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 18. fundar fræðslu- og menningarnefndar sem afgreidd var í sumarleyfi bæjarstjórnar. Fundargerðin lögð fram til kynningar.