Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 27
Málsnúmer 1303005
Vakta málsnúmerBæjarstjórn Norðurþings - 23. fundur - 22.03.2013
Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 27. fundar framkvæmda- og hafnanefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir 1. lið fundargerðarinnar: Hjálmar Bogi.Til máls tóku undir 9. lið fundargerðarinnar: Soffía, Þráinn, Hjálmar Bogi, Benedikt, Bergur, Jón Helgi, Jón Grímsson og Trausti.Til máls tóku undir 17. lið fundargerðarinnar: Hjálmar Bogi, Soffía og Benedikt. Hjálmar Bogi óskar bókað við umræðu um 17. lið fundargerðarinnar:"Undirritaður vill nota þetta tækifæri til að hvetja íbúa í þéttbýli innan sveitarfélagsins að ganga til og frá vinnu þar sem það á við. Foreldrar eru hvattir til að ganga með börnum sínum í skólann þar sem það á við. Íbúar eru hvattir til að nýta sér athafnir daglegs lífs sér til heilsubótar."Hjálmar Bogi Hafliðason - sign. Til máls tóku undir 11. lið fundargerðarinnar: Benedikt, Þráinn, Jón Grímsson, Trausti, Hjálmar Bogi og Jón Helgi. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.