Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 39
Málsnúmer 1401008
Vakta málsnúmerBæjarstjórn Norðurþings - 33. fundur - 18.02.2014
Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 39. fundar félags- og barnaverndarnefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir 7. lið - Friðrik, Jón Helgi, Olga og Soffía. Friðrik vill vekja athygli á eftirfarandi í bréfi Færni- og heilsumatsnefndar Norðurlands. "Ljóst er að fólk er að bíða í langan tíma jafnvel nokkur ár eftir að fá boð um dvalarrýmispláss í Hvammi. Ef skoðað er hve oft hafa losnað dvalarrýmispláss á ári síðustu ár eða 2 - 3 pláss er ljóst að þeir einstaklingar sem nú eru á biðlista um dvalararýmispláss munu þurfa að bíða í 5 - 7 ár eftir að plássi. Þjónustuþörf allra þeirra einstaklinga sem eru á biðlista eftir dvalarrýmisplássi mun ekki verða leyst næstu árin með flutningi í Hvamm." Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.