Bæjarráð Norðurþings - 103
Málsnúmer 1404005
Vakta málsnúmerBæjarstjórn Norðurþings - 35. fundur - 29.04.2014
Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 103. fundar bæjarráðs Norðurþings. Til máls tók undir 1. lið - Jón Helgi, Bergur, Gunnlaugur og Hjálmar Bogi. Jón Helgi leggur til að bæjarstjórn ítreki beiðni sína eins og hún liggur fyrir í afgreiðslu bæjarráðs. "Í ljósi þess að eigendur og hluthafar Vísis hf., hafa tekið ákvörðun um að flytja starfsemi fyrirtækisins á Húsavík til Grindavíkur ásamt öllum tækjum, starfsmönnum og aflaheimildum, óskar sveitarfélagið Norðurþing eftir formlegum viðræðum við eigendur fyrirtækisins um kaup á eignum og aflaheimildum þess sem tilheyra Húsavík. Ástæða beiðninnar byggir á samkomulagi sem sveitarfélagið gerði við eigendur og hluthafa Vísis hf., þegar það keypti hlut sveitarfélagsins í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur á sínum tíma, en þar kom fram að efla ætti og byggja upp starfsemina á Húsavík. Nú liggur fyrir að þær forsendur eru brostnar og því eðlilegt að sveitarfélagið fái tækifæri til endurkaupa á eignum og aflaheimildum þannig að tryggja megi að markmið samkomulagsins nái fram að ganga." Tillagan samþykkt samhljóða.