Bæjarráð Norðurþings - 104
Málsnúmer 1404008
Vakta málsnúmerBæjarstjórn Norðurþings - 35. fundur - 29.04.2014
Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 104. fundar bæjarráðs Norðurþings. Til máls tók undir 4. lið - Hjálmar Bogi, Trausti, Jón Grímsson, Soffía, Olga, Gunnlaugur og Jón Helgi. Bæjarstjórn tekur undir ályktanir Markaðsstofu Norðurlands og sveitarstjórnar Skútustaðhrepps þar sem lýst er yfir áhyggjum af fyrirhugaðri, ótímabærri gjaldtöku á ferðamannastöðum í Skútustaðahreppi. Óskipulögð gjaldtaka eins og nú er boðuð skaðar orðspor Íslands erlendis og er nú úr takti við þá ímynd sem ferðaþjónustuaðilar hafa lagt mikla vinnu í að kynna. Mikilvægt er að standa saman um leið sem byggir á áframhaldandi opnu aðgengi að náttúruperlum og sjálfbærri uppbyggingu á ferðamannastöðum. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.