Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 2. fundar hafnanefndar Norðurþings.
Til máls tók undir lið 12 "Kópaskershöfn - staða og framtíð": Kristján og Óli
Sveitarstjórn leggur fram eftirfarandi bókun:
"Sveitarstjórn telur byggðarlaginu lífsnauðsynlegt að höfn á Kópaskeri, sem nú er að fyllast af sandi, verði haldið opinni. Náttúrulegar aðstæður við Kópaskershöfn eiga sér ekki mörg fordæmi sökum stöðugs framburðar úr Jökulsá á Fjöllum. Sveitarstjórn bendir á að Kópasker fellur undir verkefni Byggðastofnunar "Brothættar byggðir". Í ljósi þessa telur sveitarstjórn nauðsynlegt að þegar í stað verði settir fjármunir úr ríkissjóði til úrbóta á hafnaraðstæðum á Kópaskeri."
Sveitarstjórn leggur fram eftirfarandi bókun:
"Sveitarstjórn telur byggðarlaginu lífsnauðsynlegt að höfn á Kópaskeri, sem nú er að fyllast af sandi, verði haldið opinni. Náttúrulegar aðstæður við Kópaskershöfn eiga sér ekki mörg fordæmi sökum stöðugs framburðar úr Jökulsá á Fjöllum. Sveitarstjórn bendir á að Kópasker fellur undir verkefni Byggðastofnunar "Brothættar byggðir". Í ljósi þessa telur sveitarstjórn nauðsynlegt að þegar í stað verði settir fjármunir úr ríkissjóði til úrbóta á hafnaraðstæðum á Kópaskeri."
Fundargerðin er lögð fram.