Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 179. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 6 "Ályktun frá aðalfundi Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra":Olga
Eftirfarandi bókun var lögð fram:
"Sveitarstjórn Norðurþings ítrekar fyrri bókanir varðandi Dettifossveg og skorar á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja fjármuni til þess að klára að byggja upp Dettifossveg (862) og setja þau áform inn á samgönguáætlun til næstu ára. Að klára að byggja upp þennan veg með bundnu slitlagi sem allra fyrst er afar stórt hagsmunamál allra á Norðurlandi. Framkvæmdin mun hafa gríðarlega mikil áhrif á dreifingu ferðamanna og samkeppnishæfni svæðisins, auk þess að bæta samgöngur og þar með lífsgæði fyrir íbúa."
Eftirfarandi bókun var lögð fram:
"Sveitarstjórn Norðurþings ítrekar fyrri bókanir varðandi Dettifossveg og skorar á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja fjármuni til þess að klára að byggja upp Dettifossveg (862) og setja þau áform inn á samgönguáætlun til næstu ára. Að klára að byggja upp þennan veg með bundnu slitlagi sem allra fyrst er afar stórt hagsmunamál allra á Norðurlandi. Framkvæmdin mun hafa gríðarlega mikil áhrif á dreifingu ferðamanna og samkeppnishæfni svæðisins, auk þess að bæta samgöngur og þar með lífsgæði fyrir íbúa."
Fundagerðin er lögð fram.