Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 199. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 5 "Fjölgun leikskólaplássa á Húsavík": Kjartan, Óli, Gunnlaugur og Jónas.
Eftirfarandi bókun var lögð fram undir þessum lið: "Undanfarna mánuði hefur fræðslunefnd haft til skoðunar fjölgun leikskólaplássa á Húsavík. Það var niðurstaða fræðslunefndar, á grunni fyrirliggjandi greinargerðar starfshóps fagfólks Norðurþings, að velja tiltekinn valkost (2b). Sá kostur felst í að athuga möguleika á kaupum á íbúðarhúsi við hlið leikskólans til nota fyrir starfsmannaaðstöðu, skrifstofur og geymslur, en reka nýja leikskóladeild á Grænuvöllum í núverandi húsnæði leikskólans. Nokkur óvissa ríkir um íbúa- og aldurssamsetningu á Húsavík til næstu ára og þar með fjölda leikskólabarna. Það er mat meirihluta sveitarstjórnar að óábyrgt væri því að taka ákvörðun um uppbyggingu og þróun leikskóla á þessum tímapunkti sem hljótast mun af hár óafturkræfur stofnkostnaður og mikill rekstrarkostnaður. Því sé rétt að fylgja tillögu fræðslunefndar. Gangi sú lausn upp næst að (a)velja afar góðan kost fyrir börnin/foreldrana, (b)bregðast strax við eftirspurn og hindra myndun biðlista á árinu 2017, (c)lágmarka óafturkræfan stofnkostnað, (d)fullnýta mötuneyti, starfsfólk og aðra innviði við Grænuvelli, (e)draga úr rekstrarkostnaði. Það er hins vegar mat meirihluta sveitarstjórnar að ekki sé tímabært að selja húsið Tún að svo stöddu heldur skuli taka ákvörðun um framtíð þess síðar. M.a. í samhengi við það hver fjöldi leikskólabarna á Húsavík mun verða á komandi árum og hverjar húsnæðisþarfir sveitarfélagsins verða á öðrum sviðum (æskulýðsstarf o.fl.)."
Eftirfarandi bókun var einnig lögð fram: "Undirrituð leggjast gegn þeirri leið sem á að fara í leikskólamálum á Húsavík. Nýta á íbúðarhúsnæðið undir atvinnustarfsemi á meðan skortur er á íbúðarhúsnæði í bænum. Lóð leikskólans Grænuvalla er þegar of lítil fyrir starfsemina og einnig er mikil umferð við leikskólann á álagstímum og skortur á bílastæðum. Breytingar á húsnæðinu og kaffistofu Grænuvalla munu kosta fjármagn og væntanlega þarf að breyta báðum húsunum í upphaflegt horf þegar þessi viðbót við leikskólann verður of lítil. Frekar hefði átt að fara í uppbyggingu í Túni sem við álítum vera framtíðarhúsnæði sveitarfélagsins. Þar hefðu fleiri leikskólapláss fengist og einnig hefði verið hafist handa við viðhald á húsinu fyrir frístund sem nú í dag er í húsinu." Jónas Einarsson Gunnlaugur Stefánsson Soffía Helgadóttir Kjartan Páll Þórarinsson
Til máls tók undir lið 14 "Dettifossvegur - brýn nauðsyn": Óli.
Bókun sveitarstjórnar: "Sveitarstjórn Norðurþings tekur heilshugar undir framkomna bókun Markaðsstofu Norðurlands um Dettifossveg og vísar í fyrri bókanir sveitarfélagsins um mikilvægi Dettifossvegar sem óumdeilt er fyrir íbúa, byggð og atvinnulíf á svæðinu. Sveitarstjórn finnst forkastanleg vinnubrögð ef enn einu sinni á að afturkalla áform um að klára vegaframkvæmdina. Sveitarstjóra er falið að hafa samband við þingmenn kjördæmisins og lýsa áhyggjum sveitarstjórnar yfir stöðunni."
Eftirfarandi bókun var lögð fram undir þessum lið:
"Undanfarna mánuði hefur fræðslunefnd haft til skoðunar fjölgun leikskólaplássa á Húsavík. Það var niðurstaða fræðslunefndar, á grunni fyrirliggjandi greinargerðar starfshóps fagfólks Norðurþings, að velja tiltekinn valkost (2b). Sá kostur felst í að athuga möguleika á kaupum á íbúðarhúsi við hlið leikskólans til nota fyrir starfsmannaaðstöðu, skrifstofur og geymslur, en reka nýja leikskóladeild á Grænuvöllum í núverandi húsnæði leikskólans. Nokkur óvissa ríkir um íbúa- og aldurssamsetningu á Húsavík til næstu ára og þar með fjölda leikskólabarna. Það er mat meirihluta sveitarstjórnar að óábyrgt væri því að taka ákvörðun um uppbyggingu og þróun leikskóla á þessum tímapunkti sem hljótast mun af hár óafturkræfur stofnkostnaður og mikill rekstrarkostnaður. Því sé rétt að fylgja tillögu fræðslunefndar. Gangi sú lausn upp næst að (a)velja afar góðan kost fyrir börnin/foreldrana, (b)bregðast strax við eftirspurn og hindra myndun biðlista á árinu 2017, (c)lágmarka óafturkræfan stofnkostnað, (d)fullnýta mötuneyti, starfsfólk og aðra innviði við Grænuvelli, (e)draga úr rekstrarkostnaði. Það er hins vegar mat meirihluta sveitarstjórnar að ekki sé tímabært að selja húsið Tún að svo stöddu heldur skuli taka ákvörðun um framtíð þess síðar. M.a. í samhengi við það hver fjöldi leikskólabarna á Húsavík mun verða á komandi árum og hverjar húsnæðisþarfir sveitarfélagsins verða á öðrum sviðum (æskulýðsstarf o.fl.)."
Óli Halldórsson
Erna Björnsdóttir
Sif Jóhannesdóttir
Örlygur Hnefill Örlygsson
Olga Gísladóttir
Eftirfarandi bókun var einnig lögð fram:
"Undirrituð leggjast gegn þeirri leið sem á að fara í leikskólamálum á Húsavík. Nýta á íbúðarhúsnæðið undir atvinnustarfsemi á meðan skortur er á íbúðarhúsnæði í bænum. Lóð leikskólans Grænuvalla er þegar of lítil fyrir starfsemina og einnig er mikil umferð við leikskólann á álagstímum og skortur á bílastæðum. Breytingar á húsnæðinu og kaffistofu Grænuvalla munu kosta fjármagn og væntanlega þarf að breyta báðum húsunum í upphaflegt horf þegar þessi viðbót við leikskólann verður of lítil.
Frekar hefði átt að fara í uppbyggingu í Túni sem við álítum vera framtíðarhúsnæði sveitarfélagsins. Þar hefðu fleiri leikskólapláss fengist og einnig hefði verið hafist handa við viðhald á húsinu fyrir frístund sem nú í dag er í húsinu."
Jónas Einarsson
Gunnlaugur Stefánsson
Soffía Helgadóttir
Kjartan Páll Þórarinsson
Til máls tók undir lið 14 "Dettifossvegur - brýn nauðsyn": Óli.
Bókun sveitarstjórnar:
"Sveitarstjórn Norðurþings tekur heilshugar undir framkomna bókun Markaðsstofu Norðurlands um Dettifossveg og vísar í fyrri bókanir sveitarfélagsins um mikilvægi Dettifossvegar sem óumdeilt er fyrir íbúa, byggð og atvinnulíf á svæðinu. Sveitarstjórn finnst forkastanleg vinnubrögð ef enn einu sinni á að afturkalla áform um að klára vegaframkvæmdina. Sveitarstjóra er falið að hafa samband við þingmenn kjördæmisins og lýsa áhyggjum sveitarstjórnar yfir stöðunni."
Fundargerðin er lögð fram.