Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 11. fundar félagsmálanefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 1 "Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Norðurþings 2014-2018": Hjálmar, Erna, Örlygur, Gunnlaugur, Óli, Sif, Jónas.
Hjálmar lagði fram eftirfarandi bókun: "Við skipan í hafnastjórn braut sveitarstjórn eigin jafnréttis- og framkvæmdaáætlun 2014-2018 enda kjörið í nefndina eftir að áætlun tók gildi".
Örlygur lagði fram eftirfarandi bókun: "Bókun Hjálmars er röng, þar sem hafnanefnd tók til starfa í mars 2016 en reglur um kynjaskiptingu nefnda voru settar í júní 2016. Tek hins vegar heilshugar undir afstöðu Hjálmars og bendi jafnframt á að ég er sjálfur er einn karl í félagsmálanefnd. Þetta er verkefni okkar allra og á alls ekki að vera pólitískt bitbein."
Hjálmar lagði fram eftirfarandi bókun:
"Við skipan í hafnastjórn braut sveitarstjórn eigin jafnréttis- og framkvæmdaáætlun 2014-2018 enda kjörið í nefndina eftir að áætlun tók gildi".
Örlygur lagði fram eftirfarandi bókun:
"Bókun Hjálmars er röng, þar sem hafnanefnd tók til starfa í mars 2016 en reglur um kynjaskiptingu nefnda voru settar í júní 2016.
Tek hins vegar heilshugar undir afstöðu Hjálmars og bendi jafnframt á að ég er sjálfur er einn karl í félagsmálanefnd. Þetta er verkefni okkar allra og á alls ekki að vera pólitískt bitbein."
Fundargerðin er lögð fram.