Fara í efni

Framkvæmdanefnd - 18

Málsnúmer 1706005

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 70. fundur - 20.06.2017

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 18. fundar framkvæmdanefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 1 "Almennt um sorpmál 2017" og lið 4 "Þjónustumiðstöð á Húsavík - staða": Hjálmar, Jónas, Soffía, Óli og Sif.

Hjálmar lagði fram eftirfarandi tillögu:


"Fulltrúar Framsóknarflokks og Samfylkingar leggja til að tekið verði til skoðunar að sveitarfélagið taki sorpmálin yfir sjálft, s.s. sorphirðu. Næstu áramót renna út samningar um sorphirðu á austursvæðinu og vorið 2018 á Húsavík og Reykjahverfi. Samhliða þessu verði starfsemi Þjónustustöðvanna endurskoðuð. Í þessu felast tækifæri að byggja upp öfluga Þjónustu- og flokkunarstöð í húsnæði sveitarfélagsins í Víðimóum."

Hjálmar Bogi Hafliðason
Soffía Helgadóttir
Kjartan Páll Þórarinsson
Jónas Einarsson

Tillagan er samþykkt með atkvæðum Hjálmars, Soffíu, Kjartans, Jónasar, Örlygs, Olgu og Óla. Erna og Sif greiða ekki atkvæði.

Til máls tóku undir lið 11 "Breyttur umferðarþungi á stofnbrautum Húsavíkur": Kjartan, Soffía, Erna og Kristján.

Erna lagði fram eftirfarandi tillögu.

"Sveitarstjórn felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að koma á umferðarfræðslu fyrir unga vegfarendur."

Tillagan er samþykkt samhljóða.