Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings - 223

Málsnúmer 1708004

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 71. fundur - 29.08.2017

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 223. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 4 "Endurskoðun á samþykktum Norðurþings": Hjálmar, Óli, Kristján og Erna.

Til máls tóku undir liðum 9 og 10 "Kjarasamningar við Félag grunnskólakennara": Hjálmar, Óli, Soffía, Erna, Trausti, Kristján og Örlygur.

Hjálmar og Soffía lögðu fram eftirfarandi bókun: Enn hnignar stjórnarsýslan hjá Norðurþingi; fulltrúar sem eiga ekki seturétt á fundi leggja fram tillögur, mál koma til afgreiðslu þó að þau hafi þegar hlotið stjórnsýslulega meðferð og niðurstöðu og fundargerðir nefnda ekki staðfestar í sumarleyfi sveitarstjórnar. Við verðum að gera betur.

Hjálmar Bogi & Soffía Helgadóttir

Meirihluti leggur fram eftirfarandi bókun: Meirihluti sveitarstjórnar blæs á þær fullyrðingar að stjórnsýsla sveitarfélagsins fari hnignandi. Starfsmenn og kjörnir fulltrúar vanda sín störf við undirbúning og afgreiðslu mála, nú sem fyrr.

Til máls tók undir lið 12 "Fundargerðir Eyþings": Kjartan


Fundargerðin er lögð fram.