Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 168. fundar Orkuveitu Húsavíkur.
Til máls tók undir lið 1 "OH Breyting á stjórn sept. 2017": Hjálmar og Örlygur.
Hjálmar og Soffía leggja fram eftirfarandi bókun:
"Í aðgerðaráætlun Jafnréttis- og framkvæmdaáætlunar Norðurþings segir: "Við skipan í nefndir, ráð og stjórnir með þremur fulltrúum skal meirihluti skipa fulltrúa af báðum kynjum". Aðeins karlar skipa nú stjórn Orkuveitu Húsavíkur. Hér er meirihlutinn að brjóta áætlun Norðurþings um skipan í nefndir og ráð. Sá aðili í stjórnsýslunni sem ber ábyrgð á málinu er sveitarstjórn og því mótmælum við þessari skipan. Um leið er það veikleiki í hnignandi stjórnsýlu Norðurþings að formenn nefnda og ráða skulu ekki koma úr hópi kjörinna fulltrúa."
Hjálmar og Soffía leggja fram eftirfarandi bókun:
"Í aðgerðaráætlun Jafnréttis- og framkvæmdaáætlunar Norðurþings segir: "Við skipan í nefndir, ráð og stjórnir með þremur fulltrúum skal meirihluti skipa fulltrúa af báðum kynjum". Aðeins karlar skipa nú stjórn Orkuveitu Húsavíkur. Hér er meirihlutinn að brjóta áætlun Norðurþings um skipan í nefndir og ráð. Sá aðili í stjórnsýslunni sem ber ábyrgð á málinu er sveitarstjórn og því mótmælum við þessari skipan. Um leið er það veikleiki í hnignandi stjórnsýlu Norðurþings að formenn nefnda og ráða skulu ekki koma úr hópi kjörinna fulltrúa."
Hjálmar Bogi Hafliðason
Soffía Helgadóttir
Fundargerðin er lögð fram.