Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 13. fundar æskulýðs- og menningarnefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 2 "Framhaldsskólinn á Húsavík - 30 ára afmæli": Örlygur og Óli.
Örlygur leggur fram eftirfarandi tillögu: Ein af grundvallarstofnunum í sveitarfélaginu Norðurþingi er Framhaldsskólinn á Húsavík. Skólinn er stór þáttur í búsetugæðum svæðisins og nauðsynlegur innviður til frekari vaxtar svæðisins. Skólinn er mikilvægur út frá félagslegum sjónarmiðum, fjölskyldulegum sjónarmiðum og byggðasjónarmiðum. Hann er liður í að styrkja og efla menntunarstig samfélagsins og jafnframt stór vinnustaður í sveitarfélaginu. Standa þarf vörð um skólann hér eftir sem hingað til. Sveitarstjórn Norðurþings mun beita öllum mætti sínum í því máli. Skólinn fagnaði 30 ára afmæli sínu í liðinni viku og af því tilefni færir Norðurþing skólanum 300 þúsund að peningagjöf sem skiptist jafnt milli skólans og nemendafélags hans. Sveitarstjórn óskar Framhaldsskólanum á Húsavík til hamingju með árin 30 og farsældar í framtíðinni.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Óli vék af fundi undir þessum lið fundargerðarinnar.
Örlygur leggur fram eftirfarandi tillögu: Ein af grundvallarstofnunum í sveitarfélaginu Norðurþingi er Framhaldsskólinn á Húsavík. Skólinn er stór þáttur í búsetugæðum svæðisins og nauðsynlegur innviður til frekari vaxtar svæðisins. Skólinn er mikilvægur út frá félagslegum sjónarmiðum, fjölskyldulegum sjónarmiðum og byggðasjónarmiðum. Hann er liður í að styrkja og efla menntunarstig samfélagsins og jafnframt stór vinnustaður í sveitarfélaginu.
Standa þarf vörð um skólann hér eftir sem hingað til. Sveitarstjórn Norðurþings mun beita öllum mætti sínum í því máli. Skólinn fagnaði 30 ára afmæli sínu í liðinni viku og af því tilefni færir Norðurþing skólanum 300 þúsund að peningagjöf sem skiptist jafnt milli skólans og nemendafélags hans. Sveitarstjórn óskar Framhaldsskólanum á Húsavík til hamingju með árin 30 og farsældar í framtíðinni.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Óli vék af fundi undir þessum lið fundargerðarinnar.
Fundargerðin er lögð fram.