Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð - 4

Málsnúmer 1807004F

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 258. fundur - 19.07.2018

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 4. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs frá 17. júlí s.l.
Óli Halldórsson víkur af fundi við umræðu um 1. lið.

Til máls tóku undir lið 1; Guðbjartur Ellert, Bergur Elías, Silja og Örlygur.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir tekur þátt í atkvæðagreiðslu vegna liðar 1 í gegnum síma.
Bergur Elías leggur til málamiðlunartillögu um að heimila stöðu eins húss á svæðinu.
Kolbrún Ada og Örlygur samþykkja bókun skipulags- og framkvæmdaráðs.

Bergur Elías bókar;
Undirritaður getur ekki fallist á að tvær 12 fermetra byggingar allt að 4 metra háar verði staðsettar á miðhafnarsvæði. Slíkt mun skerða ásýnd og útsýni yfir hafnarsvæðið frá bryggju.

Fundargerðin er staðfest.