Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings - 339

Málsnúmer 2009006F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 106. fundur - 22.09.2020

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 339. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 5 "Loftbrú - lægri flugfargjöld fyrir íbúa landsbyggðarinnar": Helena.

Til máls tóku undir lið 8 "Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta": Bergur og Helena.

Bergur Elías, Hafrún, Hjálmar Bogi og Hrund leggja fram eftirfarandi bókun:
Þann 28 maí var eftirfarandi mál tekið á dagskrá. Byggðakvóti í Norðurþingi, málsnúmer
202001139. Til umræðu í byggðarráði eru drög að bréfi til Byggðastofnunar um ósk sveitarfélagsins um úthlutun sértæks byggðakvóta til Kópaskers á fiskveiðiárinu 2020/2021. Niðurstaða ráðsins var sem hér segir. Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda fyrirliggjandi erindi til Byggðastofnunnar og afrit á starfshóp Brothættra byggða - verkefnastjórn Öxarfjarðar í sókn.
Tæpum fjórum mánuðum eftir samþykkt Byggðarráðs hafa ekki komið viðbrögð, samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum frá Byggðastofnun vegna framangreinds erindis. Undirrituð leggja á það áherslu að framkvæmdastjóri sveitarfélagsins hafi samband við Byggðastofnun og óski eftir svörum og góðri samvinnu um þetta mikilvæga verkefni.



Aðrir liðir fundargerðinnar lagðir fram til kynningar.