Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 339. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 5 "Loftbrú - lægri flugfargjöld fyrir íbúa landsbyggðarinnar": Helena.
Til máls tóku undir lið 8 "Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta": Bergur og Helena.
Bergur Elías, Hafrún, Hjálmar Bogi og Hrund leggja fram eftirfarandi bókun: Þann 28 maí var eftirfarandi mál tekið á dagskrá. Byggðakvóti í Norðurþingi, málsnúmer 202001139. Til umræðu í byggðarráði eru drög að bréfi til Byggðastofnunar um ósk sveitarfélagsins um úthlutun sértæks byggðakvóta til Kópaskers á fiskveiðiárinu 2020/2021. Niðurstaða ráðsins var sem hér segir. Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda fyrirliggjandi erindi til Byggðastofnunnar og afrit á starfshóp Brothættra byggða - verkefnastjórn Öxarfjarðar í sókn. Tæpum fjórum mánuðum eftir samþykkt Byggðarráðs hafa ekki komið viðbrögð, samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum frá Byggðastofnun vegna framangreinds erindis. Undirrituð leggja á það áherslu að framkvæmdastjóri sveitarfélagsins hafi samband við Byggðastofnun og óski eftir svörum og góðri samvinnu um þetta mikilvæga verkefni.
Aðrir liðir fundargerðinnar lagðir fram til kynningar.
Til máls tóku undir lið 8 "Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta": Bergur og Helena.
Bergur Elías, Hafrún, Hjálmar Bogi og Hrund leggja fram eftirfarandi bókun:
Þann 28 maí var eftirfarandi mál tekið á dagskrá. Byggðakvóti í Norðurþingi, málsnúmer
202001139. Til umræðu í byggðarráði eru drög að bréfi til Byggðastofnunar um ósk sveitarfélagsins um úthlutun sértæks byggðakvóta til Kópaskers á fiskveiðiárinu 2020/2021. Niðurstaða ráðsins var sem hér segir. Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda fyrirliggjandi erindi til Byggðastofnunnar og afrit á starfshóp Brothættra byggða - verkefnastjórn Öxarfjarðar í sókn.
Tæpum fjórum mánuðum eftir samþykkt Byggðarráðs hafa ekki komið viðbrögð, samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum frá Byggðastofnun vegna framangreinds erindis. Undirrituð leggja á það áherslu að framkvæmdastjóri sveitarfélagsins hafi samband við Byggðastofnun og óski eftir svörum og góðri samvinnu um þetta mikilvæga verkefni.
Aðrir liðir fundargerðinnar lagðir fram til kynningar.