Garðyrkjustjóri-Kynning verkefna
Málsnúmer 200907050
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 17. fundur - 18.04.2012
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fór yfir og kynnti hugmyndir garðyrkjustjóra um verkefni og fyrirkomulag málaflokksins. Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar garðyrkjustjóra fyrir en frestar umræðum um hugmyndirnar þangað til á næsta fundi.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 22. fundur - 17.10.2012
Garðyrkjustjóri fór yfir stöðu verkefna, það sem unnið var við í sumar og það sem framundan er á hans sviði. Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar garðyrkjustjóra fyrir góða greinargerð.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 26. fundur - 13.02.2013
Jan Klitgaard garðyrkjustjóri kom á fund nefndarinnar og fór yfir ýmis verkefni sem hann er að vinna að. Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar garðyrkjustjóra yfirferð um málefnið og tekur undir hugmynd hans um uppbyggingu gróðurhúss ofan Kvíabekks á Húsavík og jafnframt verði starfssemi við Ásgarð hætt.