Fara í efni

Frístundaheimili aðstaða/aðgengi

Málsnúmer 201104111

Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 12. fundur - 07.03.2012



Ljóst er að aðgengi hreyfihamlaðra er ábótavant í Ungmennahúsinu í Túni og hamlar því að fatlaðir einstaklingar í hjólastól geti nýtt sér það frístundatilboð sem er í boði þar. Komið hafa fram hugmyndir að því að starfrækja frístundaheimili í Túni stað skólasels í Borgarhólsskóla. Til að af því geti orðið þarf að ráðast í töluverðar endurbætur á núverandi húsnæði sem hýsir starfsemi frístundastarfs ungmenna á Húsavík.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd fór yfir aðgengismál í þeim stofnunum er falla undir málaflokkinn. Nefndin telur mikilvægt að gerðar verði úrbætur á aðgengi fyrir fatlaða.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 13. fundur - 18.04.2012

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir hugmyndir að stofnun frístundaheimilis í Túni.Tómstunda- og æskulýðsnefnd tekur vel í hugmyndir í þá veru og felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að vinna málið áfram og senda menningar- og fræðslunefnd erindi þess efnis.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 16. fundur - 18.05.2012

Fræðslu- og menningarnefnd tekur jákvætt í erindi tómstunda- og æskulýðsfulltrúa varðandi tilfærslu Skólasels Borgarhólsskóla frá fræðslusviði yfir á æskulýðs- og tómstundarsvið og verði skilgreint sem frístundastarf í Túni og yrði breytt í Frístundaheimilið Tún. Starfið í Skólaselinu fellur vel að núverandi starfsemi í Túni og meiri möguleikar á að þróa starfið enn frekar innan málaflokksins. Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt til reynslu í eitt ár.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 14. fundur - 14.06.2012

Tómstunda- og æskulýðsnefnd fagnar fyrirliggjandi tillögum að Frístundaheimili í Túni.Starfssemi Skólasels Borgarhólsskóla mun með því flytjast í Tún.

Bæjarstjórn Norðurþings - 16. fundur - 19.06.2012

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 14. fundi tómstunda- og æskulýðsnefndar. Erindið var einnig tekið fyrir á 16. fundi fræðslu- og æskulýðsnefndar.Eftirfarandi eru afgreiðslur nefndanna:14. fundur tómstunda- og æskulýðsnefndar."Tómstunda- og æskulýðsnefnd fagnar fyrirliggjandi tillögum að Frístundaheimili í Túni.Starfssemi Skólasels Borgarhólsskóla mun með því flytjast í Tún."16. fundur fræðslu- og menningarnefndar.;
"Fræðslu- og menningarnefnd tekur jákvætt í erindi tómstunda- og æskulýðsfulltrúa varðandi tilfærslu Skólasels Borgarhólsskóla frá fræðslusviði yfir á æskulýðs- og tómstundarsvið og verði skilgreint sem frístundastarf í Túni og yrði breytt í Frístundaheimilið Tún. Starfið í Skólaselinu fellur vel að núverandi starfsemi í Túni og meiri möguleikar á að þróa starfið enn frekar innan málaflokksins. ;
Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt til reynslu í eitt ár." ;
;
Til máls tók undir þessum lið: Hjálmar Bogi. ;
;
Fyrirliggjandi tillaga fræðslu- og menningarnefndar samþykkt samhljóða.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 15. fundur - 11.09.2012

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir starfsemi Frístundaheimilisins.Starfið fer vel af stað og eru í kringum 30 börn skráð.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 19. fundur - 18.03.2013

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir starfsemi Túns.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 21. fundur - 12.06.2013

Í frístundaheimilinu Túni veturinn 2012/2013 hefur verið rekið frístundastarf fyrir börn 6 - 9 ára til reynslu í eitt ár. Kom það starf í stað Skólasels er rekið var í Borgarhólsskóla. Fræðslu- og menningarnefnd lagði til við bæjarstjórn að sú starfsemi sem fram fór í Skólaseli yrði til reynslu í eitt ár sem frístundaheimili í rekstri Tómstunda- og æskulýðsnefndar.Ljóst er að leggja þarf meira fjármagn til frístundaheimilisins en gert var ráð fyrir í áætlunum ef óbreytt þjónusta á að vera veturinn 2013/2014Tómstunda- og æskulýðsnefnd vísar málinu til umræðu í bæjarstjórn.