Fara í efni

Kópaskershöfn

Málsnúmer 201107034

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 17. fundur - 18.04.2012

Mikil sandsöfnun er orðin í Kópaskershöfn sem farin er að takmarka viðlegupláss í höfninni verulega. Ekki eru neitt fé til dýpkunar á áætlun Siglingastofnunar þetta ár.Leitað var eftir tölum frá Vökvaþjónustu Kópaskers til bráðabirgðadýpkunar og lá það fyrir fundinum.Einnig lá fyrir fundinum beiðni frá hafnarstjóra um að fá að taka á leigu gám frá Vökvaþjónustu Kópaskers fyrir vigtarmann við höfnina fram á haust. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að semja við Vökvaþjónustuna um dýpkun á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Nefndin gerir athugasemd við hugmyndir fyrirtækisins um losunarstað og felur hafnarstjóra að koma þeim skilaboðum á framfæri.Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir líka að taka gáminn á leigu.