Fara í efni

Þriggja ára fjárhagsáætlun 2013 - 2015

Málsnúmer 201201001

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 43. fundur - 18.04.2012

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu við síðari umræðu 3ja ára fjárhagsáætlun Norðurþings 2013 -2015. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi 3já ára fjárhagsáætlun Norðurþings verði tekin til afgreiðslu við síðari umræðu sem fer fram þann 24. apríl n.k.

Bæjarstjórn Norðurþings - 14. fundur - 24.04.2012

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu, við síðari umræðu, 3ja ára fjárhagsáætlun Norðurþings 2013 - 2015 sem tekin var fyrir 43. fundi bæjarráðs sem fram fór 18. apríl s.l. Erindi og afgreiðsla 43. fundar bæjarráðs er eftirfarandi: Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu við síðari umræðu 3ja ára fjárhagsáætlun Norðurþings 2013 -2015.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi 3já ára fjárhagsáætlun Norðurþings verði tekin til afgreiðslu við síðari umræðu sem fer fram þann 24. apríl n.k. Til máls tóku: Bergur, Hilmar Dúi, Jón Helgi og Soffía. Við síðari umræðu er 3ja ára fjárhagsáætlun Norðurþings 2013 - 2015 samþykkt með atkvæðum Gunnlaugs, Jóns Helga, Olgu, Jóns Grímssonar, Sigríðar, Hjálmars Boga, Soffíu og Þráins. Hilmar Dúi sat hjá við atkvæðagreiðsluna.