Fara í efni

Erindi frá Svalbarðshreppi varðandi sauðfjárveikigirðingar

Málsnúmer 201202063

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 16. fundur - 14.03.2012


Í bréfi Svalbarðshrepps er þess farið á leit að Norðurþing taki þátt í, með Svalbarðshreppi, að fjarlægja gamlar og ónýtar sauðfjárveikivarnargirðingar sem liggja frá Krossavík í Svalbarðshreppi yfir að Snartarstöðum í Núpasveit. Gróflega áætlað eru 10 km girðingarinnar í Svalbarðshreppi en 16 km í Norðurþingi. Möguleiki er að fá sjálboðaliðasamtökin SEEDS til þátttöku en sjá þarf þeim fyrir fæði og gistingu. Landeigendur á svæðinu gætu einnig lagt fram vélar og vinnu að einhverju leiti. Áætlaður kostnaður við verkið er 995.000 kr.

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að taka þátt í verkefninu.