Fara í efni

Sölusamningur og innlausn skuldabréfs milli Orkuveitu Húsavíkur og Landsvirkjunar og Norðurþings

Málsnúmer 201202068

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Norðurþings - 12. fundur - 28.02.2012





Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir í stjórn Orkuveitu Húsavikur ohf. og felur í sér samning um sölu á hlutafé Orkuveitu Húsavíkur ohf. í Þeistareykjum ehf. milli Orkuveitu Húsavíkur ohf. og Landsvirkjunar og Norðurþings.

Um er að ræða sölu á um 3,2% hlut OH í félaginu Þeistareykjum ehf. að nafnverði kr. 33.169.480.- Hið selda eru allir hlutir OH í Þeistareykjum ehf. og fer OH því ekki lengur með eignarhlut í félaginu eftir undirritun kaupsamnings þessa.
Einnig hefur OH og LV náð samkomulagi um yfirtöku og innlausn LV á skuldabréfi OH, sem gefið var út af LV í tengslum við fyrri kaupsamning LV og OH þann 29. september 2010. Innlausnar- og yfirtökuverðið skal LV greiða OH í tvennu lagi, þann 1. júní 2012 og 1. september 2012.

Meðfylgjandi samningi þessum er fylgiskjal þar sem fram kemur útreikningur á innlausnar- og yfirtökuverði skuldabréfsins þann 7. febrúar 2012.

Til máls tóku: Bergur, Jón Helgi, Þráinn og Gunnlaugur.

Jón Helgi lagði fram tillögu að afgreiðslu. Tillagan er eftirfarandi:
"Bæjarstjórn Norðurþings samþykkir fyrirliggjandi samning að því tilskyldu að grein 4.9. verði breytt. Þar skal koma fram að lánasamningurinn verði að fullu greiddur, með vöxtum og verðtryggingu, án affalla. Greiðsla fari fram þegar skilyrðislaus samningur um iðnaðaruppbyggingu á Bakka liggur fyrir".

Samningurinn samþykktur samhljóða með áorðnum breytingum.