Umhverfisráðuneytið óskar eftir umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs
Málsnúmer 201203011
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 22. fundur - 17.10.2012
Fyrir fundinum lá umsögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, unnin af Guðjóni Bragasyni og Lúðvík Gústafssyni, um drög að landsáætlun um úrgang. Lagt fram til kynningar.
Vinna hefur staðið yfir við gerð frumvarps til breytinga á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs. Ráðuneytið óskar eftir athugasemdum við frumvarpsdrögin sem berast skulu fyrir 16. mars n.k.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að fela Sorpsamlagi Þingeyinga að gera athugasemdir fyrir hönd Norðurþings.