Mætt voru Árni Sigurbjarnarson skólastjóri, Adrianne Davis fulltrúi kennara og Arna Þórarinsdóttir fulltrúi Heiltóns.
Skólastjóri sagði stuttlega frá uppbyggingu og þróun samstarfs Tónlistarskóla Húsavíkur við grunn- og leikskóla Húsavíkur, nú Norðuþings frá árinu 1972 til dagsins í dag og skipulag þjónustu tónlistarskólans við nemendur sveitarfélagsins. Í mars voru alls 126 nemendur í einstaklingsnámi og þar af 17 fullorðnir. Þá er einnig boðið upp á nám í samstarfi við leik- og grunnskólana, 4-5 ára nemendur fá 30 mín kennslu 6-8 saman í hóp, í fyrstu sex bekkjum grunnskólans er boðið upp á nám í minni hópum alls 1 klst á viku þar sem unnið er með ákveðin verkefni í hverjum aldurshóp, m.a. söng, blokkflautu, hljóðfæri að eigin vali, marimba og djembe. Í 9. og 10. bekk hefur verið boðið upp á val í hóptímum s.s. gítar, söng, tæknival, hljómsveitarval og unglingakór.
Fulltrúar Tónlistarskóla Húsavíkur viku af fundi kl. 15:30
Mætt voru Árni Sigurbjarnarson skólastjóri, Adrianne Davis fulltrúi kennara og Arna Þórarinsdóttir fulltrúi Heiltóns.
Skólastjóri sagði stuttlega frá uppbyggingu og þróun samstarfs Tónlistarskóla Húsavíkur við grunn- og leikskóla Húsavíkur, nú Norðuþings frá árinu 1972 til dagsins í dag og skipulag þjónustu tónlistarskólans við nemendur sveitarfélagsins. Í mars voru alls 126 nemendur í einstaklingsnámi og þar af 17 fullorðnir. Þá er einnig boðið upp á nám í samstarfi við leik- og grunnskólana, 4-5 ára nemendur fá 30 mín kennslu 6-8 saman í hóp, í fyrstu sex bekkjum grunnskólans er boðið upp á nám í minni hópum alls 1 klst á viku þar sem unnið er með ákveðin verkefni í hverjum aldurshóp, m.a. söng, blokkflautu, hljóðfæri að eigin vali, marimba og djembe. Í 9. og 10. bekk hefur verið boðið upp á val í hóptímum s.s. gítar, söng, tæknival, hljómsveitarval og unglingakór.
Fulltrúar Tónlistarskóla Húsavíkur viku af fundi kl. 15:30