Fara í efni

Borgarhólsskóli - Skóladagatal og starfsáætlun 2012-2013

Málsnúmer 201203038

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 13. fundur - 13.03.2012



Mættar voru Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri, Kolbrún Ada Gunnarsdóttir og Sólveig Mikaelsdóttir fulltrúar kennara.

Skólastjóri fór yfir drög að skóladagatali. Drögin voru rædd en afgreiðslu frestað til næsta fundar. Þá upplýsti Þórgunnur fundinn um þær starfsmannabreytingar sem sjáanlegar eru í kortunum, tveir kennarar fara í námsleyfi og fjölgun nemenda kallar á endurskoðun stöðuhlutfalla kennara.

Borgarhólsskóli fékk styrk frá Velferðarráðuneytinu til að vinna áfram að þróunarverkefni varðandi langveik börn og börn með ADHD og þá eru starfsmenn að vinna að þróunarverkefni varðandi námsmat og verður kynning á þeim verkefnum 12. júní.

Fulltrúar Borgarhólsskóla viku af fundi kl. 16:00

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 14. fundur - 17.04.2012

;Anna Birna Einarsdóttir mætti fyrir hönd Borgarhólsskóla og kynnti skóladagatal fyrir veturinn 2012-2013. Fræðslu- og menningarnefnd þakkar Önnu Birnu fyrir kynninguna og samþykkir fyrirliggjandi skóladagatal.;Anna Birna vék af fundi kl. 15:15