Fara í efni

Öxarfjarðarskóli - Skóladagatal og starfsáætlun 2012-2013

Málsnúmer 201203040

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 13. fundur - 13.03.2012




Mættar voru Guðrún Sigríður Kristjánsdóttir skólastjóri, Vigdís Sigvarðardóttir fulltrúi kennara og Guðlaug Anna Ívarsdóttir fulltrúi foreldra.

Skólastjóri fór yfir skóladagatal 2012-2013 fyrir Öxarfjarðarskóla. Skólasetning er fyrirhuguð 21. ágúst og skólaslit 24. maí alls 180 nemendadagar, fimm starfsdagar eru á árinu þar sem starfsmenn huga að öðrum verkefnum, 21. ágúst, 28. september, 26. október, 4. janúar og 15. febrúar auk þess teljast átta dagar utan skólatíma. Hefðbundnar uppákomur og þemadagar eru merkt inn á dagatalið. Þær uppákomur sem eru utan hefðbundins skólatíma teljast nemendadagar þar sem allir nemendur og starfsfólk taka þátt.


Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir fyrirliggjandi skóladagatal Öxarfjarðarskóla fyrir árið 2012-2013.

Að öllu óbreyttu verða 35 grunnskólanemendur skólaárið 2012-2013 sem er 15% fækkun, leikskólanemendur verða 16-17 í Lundi en aðeins útlit fyrir að 1 leikskólabarn sæki um á Krílakoti á Kópaskeri og verður deildin þar með órekstrarhæf sem leikskóladeild. Í heildina verða leikskólabörnin álíka mörg og á skólaárinu 2011-2012. Ljóst er að fækkað verður um 2,3 stöðugildi milli skólaára úr 18,5 í 16,2 stöðugildi. Lengd viðvera hefur mælst vel fyrir í skólasamfélaginu, þar sem nemendur fá tilboð um ýmsar frístundir, leik, heimanám, íþróttir og fleira eftir hefðbundinn skólatíma.

Fulltrúar Öxarfjarðarskóla viku af fundi kl. 17:00