Fara í efni

Grunnskóli Raufarhafnar - skóladagatal og starfsáætlun 2012-2013

Málsnúmer 201203041

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 13. fundur - 13.03.2012



Mætt voru á símafundi Jóhann Skagfjörð Magnússon skólastjóri, Þóra Soffía Gylfadóttir fulltrúi kennara og Einar Sigurðsson fulltrúi foreldra.

Skólastjóri fór yfir skóladagatal 2012-2013 fyrir Grunnskóla Raufarhafnar. Skólasetning er fyrirhuguð 27. ágúst og skólaslit 5. júní alls 180 nemendadagar, fimm starfsdagar eru á árinu þar sem starfsmenn huga að öðrum verkefnum, 28. september, 16. og 18. janúar, 15. febrúar og 4. júní auk þess teljast átta dagar utan skólatíma. Hefðbundnar uppákomur og þemadagar eru merkt inn á dagatalið. Þær uppákomur sem eru utan hefðbundins skólatíma teljast nemendadagar þar sem allir nemendur og starfsfólk taka þátt.


Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir fyrirliggjandi skóladagatal Grunnskóla Raufarhafnar fyrir árið 2012-2013.

Útlit er fyrir að 16 nemendur verði í grunnskólanum sem er fækkun um fjóra frá því sem nú er og 4-5 leikskólabörn. Stöðuhlutföll verða að mestu óbreytt.

Fulltrúar Grunnskóla Raufarhafnar viku af fundi kl. 17:30