Úthlutun úr lista- og menningarsjóði Norðurþings 2012
Málsnúmer 201203055
Vakta málsnúmerFræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 22. fundur - 13.11.2012
Lista- og menningarsjóður hefur 1.500.000,- til úthlutunar á árinu 2012 en úthlutað er tvisvar á ári. Umsóknir fyrir seinni úthlutun námu hátt á þriðju milljón. Fræðslu- og menningarnefnd úthlutar styrkjum að upphæð alls 750.000,- til ýmissa lista- og menningarverkefna.
Lista- og menningarsjóður hefur 1.500.000,- til úthlutunar á árinu 2012 en úthlutað er tvisvar á ári. Umsóknir fyrir fyrri úthlutun námu hátt í 3 milljónum. Fræðslu- og menningarnefnd úthlutar styrkjum að upphæð alls 690.000,- til ýmissa lista- og menningarverkefna. Auk þess gerir nefndin ráð fyrir styrk að upphæð 150.000,- til framkvæmdaraðila Tónlistarveislu 2012. Fræðslu- og menningarfulltrúa er falið að auglýsa eftir framkvæmdaraðila Tónlistarveislu 2012.