Sumarstarf tómstunda- og æskulýðssviðs.
Málsnúmer 201204044
Vakta málsnúmerTómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 13. fundur - 18.04.2012
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir fyrirhugað sumarstarf í sveitarfélaginu er tengist málaflokki æskulýðs- og íþróttamála.Afleysingar í íþróttamannvirkjum.Fyrirhugað tómstundastarf í sumar.Kofasmíði.Starfsemi ungmennaráðs.Samstarf á milli þéttbýlisstaða í sveitarfélaginu.Tómstunda- og æskulýðsnefnd fagnar auknum samskiptum ungmenna í sveitarfélaginu. Megi þau eflast og dafna.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 14. fundur - 14.06.2012
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir sumarstarfið 2012.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 19. fundur - 18.03.2013
Tómstunda- og æskulýðsnefnd fór yfir sumarið 2013 og felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að vinna drög að starfsemi fyrir sumarið, s.s. hugmyndasmiðjur, kofasmíði, leikjanámskeið o.fl.Jafnframt að safna saman upplýsingum frá félagasamtökum sem halda úti starfi fyrir börn og unglinga yfir sumarið.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 20. fundur - 16.04.2013
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir þær hugmyndir sem liggja fyrir varðandi fyrirkomulag sumarstarf tómstunda- og æskulýðssviðs.Vinnuskóli Norðurþings verður starfræktur með svipuðu sniði og síðastliðið ár. Þ.e. starfssemi vinnuskóla fyrir hádegi og flokksstjórar með önnur verkefni eftir hádegi.Boðið verður upp á vinnuskóla fyrir 14 - 16 ára unglinga. 14 ára unglingar fá 4 vikur, 15 ára 5 vikur og 16 ára unglingarnir 8 vikur.Hugmyndin er sú að brydda upp á nýrri nálgun á starfsemi vinnuskólans og gera hann meira sýnilegan í samfélaginu.Áhugi er fyrir því að bjóða upp á leikjanámskeið, kofasmíði og hugmyndasmiðjur í sumar. Unnið er að því að koma slíku á fót.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 21. fundur - 12.06.2013
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir starfsemi tómstunda- og æskulýðssviðs yfir sumartímann.