Skilti á lóð "Sölku" Garðarsbraut 6
Málsnúmer 201205033
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 92. fundur - 09.05.2012
Skipulags- og byggingarnefnd sá við vettvangsskoðun að reist hefur verið leyfisskilt skilti á lóðinni að Garðarsbraut 6 án tilskilins leyfis. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að hlutast til um að skiltið verði fjarlægt skv. ákvæðum gr. 2.9.1 í byggingarreglugerð.