Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Sigrúnu Ingvarsdóttur f.h. Blómsins ehf.
Málsnúmer 201206052
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 48. fundur - 06.07.2012
Fyrir bæjarráði liggur ósk Sýslumannsins á Húsavík um umsögn vegna veitingu tækifærisleyfis til handa Sigrúnu Ingvarsdóttir, f.h. Blómsins ehf. Um er að ræða sölutjald staðsett á Hafnarstétt yfir Mærudaga 2012. Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins þar til verkefnastjórn Mærudaga hefur lagt fram endanlega tillögu um söluaðila með skammtíma vínveitingaleyfi.