Umhverfis og auðlindaráðuneytið-Drög að heildstæðu frumvarpi til náttúruverndarlaga
Málsnúmer 201209014
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 55. fundur - 13.09.2012
Fyrir bæjarráði liggja drög að heilstæðu frumvarpi til náttúruvendralaga frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti til umsagnar. Í meðfylgjandi drögum sem telja um 107 blaðsíður fylgja athugasemdir við lagafrumvarpið.Bæjarráð mun birta fyrirliggjandi drög á heimasíðu sveitarfélagsins og óska eftir athugasemdum frá íbúum, landeigendum, félagasamtökum og/eða hagsmunasamtökum áður en umsögn sveitarfélagsins verður send ráðuneytinu.
Bæjarráð Norðurþings - 58. fundur - 11.10.2012
Fyrir bæjarráði liggja drög að frumvarpi til náttúruverndarlaga frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Bæjarráð telur að frumvarpið þarfnist frekari skoðunar áður en hægt er að taka afstöðu til þess. Bæjarráð leggur til að afgreiðslu frumvarpsins verði frestað þar til víðtækt samráð hefur átt sér stað og í sátt við sveitarfélög landsins.