Fara í efni

Starf við þjónustustöð og höfn á Raufarhöfn

Málsnúmer 201209024

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 22. fundur - 17.10.2012

Rætt um fyrirkomulag starfsmannahalds við áhaldahús og höfn á Raufarhöfn. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að auglýsa fullt starf við þjónustumiðstöð á Raufarhöfn.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 26. fundur - 13.02.2013

Á 22. fundi f&h þann 17. október sl. var samþykkt að auglýsa starf við þjónustustöð og höfn á Raufarhöfn. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir, vegna breyttra aðstæðna, að fresta því að auglýsa starfið um óákveðinn tíma.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 35. fundur - 05.11.2013

Málið var áður á dagskrá á 22. fundi framkvæmda- og hafnanefndar þann 17. október 2012 og svo aftur á 26. fundi þann 13. febrúar 2013. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að auglýsa starf við þjónustustöð og hafnarvörslu á Raufarhöfn. Skilyrði að viðkomandi hafi löggildingu sem vigtarmaður. Jafnframt verði núverandi vigtarmanni og starfsmanni í þjónustustöð sagt upp enda störfin sameinuð í eitt.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 36. fundur - 11.12.2013

Starf við þjónustustöð og höfn var auglýst og rann umsóknarfrestur út 30. nóv. sl. Tvær umsóknir bárust. Lagt fram til kynningar.