Velferðarráðuneytið sendir drög að heilbrigðisáætlun til umsagnar
Málsnúmer 201209033
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 55. fundur - 13.09.2012
Fyrir bæjarráði liggja drög að heilbrigðisáætlun til umsagnar. Við gerð heilbrigðisáætlunar til ársins 2020 var lögð rík áhersla á víðtækt samráð. Í þeim anda var boðað til þjóðfundar um heilbrigðismál í mars 2012 sem 220 fulltrúar tóku þátt í. Í maí, ágúst og september sama ár voru haldnir fundir með sérfræðingum og fulltrúum sveitarfélaga um tiltekna hluta áætlunarinnar. Auk þess hafa verið haldnir fjölmargir smærri fundir með leiknum og lærðum. Margar góðar tillögur sem komið hafa fram á þessum fundum má sjá í nýrri heilbrigðisáætlun. Öllum er frjálst að gera athugasemdir við drögin. Óskað er eftir að athugasemdir séu stuttar og hnitmiðaðar. Drögin má finna á heimasíðu velferðarráðuneytisins: http//www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/33501 Lagt fram til kynningar.