Fara í efni

Skipulagsstofnun, tillaga að landsskipulagsstefnu 2013-2024, ósk um umsögn

Málsnúmer 201209104

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 97. fundur - 17.10.2012






Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti bréf Skipulagsstofnunar um tillögu að landsskipulagsstefnu sem til kynningar verður nú í október.

Skipulags- og byggingarnefnd stefnir að nánari umfjöllun um málið á fundi í nóvember þegar tillagan hefur verið kynnt.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 98. fundur - 14.11.2012

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings hefur kynnt sér tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024 og tilheyrandi umhverfisskýrslu. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma eftirfarandi athugasemdum og ábendingum til Skipulagsstofnunar: 1. Vegsamgöngur um miðhálendi (bls. 29): Nefndin áréttar að heilsársvegir yfir miðhálendið geta orðið mikilvægar samgönguleiðir milli landshluta og ber að byggja þá upp og líta á þá sem slíka. Skoða þarf sérstaklega hvernig mögulegt er að stytta leiðir milli austurlands og vesturlands með tengingu frá austurlandi inn á Sprengisandsleið og skilgreina mannvirkjabelti til samræmis við það. Eðlilegt er að miða hönnun umferðarmannvirkja yfir miðhálendið við að umferð um þá sé sem tryggust allt árið um kring. 2. Skipulagstillagan tekur skýra afstöðu gegn því dreifða búsetumynstri sem heimilað er í mörgum aðalskipulögum sveitarfélaga og þ.m.t. í Norðurþingi. Skipulagsnefnd Norðurþings telur að litið sé framhjá þeim jákvæðu hliðum sem dreifing íbúðarbyggðar vissulega hefur. Heimilun á uppbyggingu íbúða í dreifbýli sem ekki tengjast beint landbúnaði og tilkoma s.k. búgarðabyggða er líkleg til að styðja við landbúnaðarbyggðir með hækkuðu þjónustustigi. 3. Sú kvöð sem ætluð er sveitarfélögum um skilgreiningu hverfisverndar á grannsvæðum Vatnajökulsþjóðgarðs og Þjórsárvera er óásættanleg (bls. 23). Eðlilegt er að mörk þjóðgarðs séu jafnframt mörk þess svæðis sem vernduð verða og þannig óþarft og óeðlilegt að skilgreina kvöð um sérstaka verndun á "grannsvæðum" í landsskipulagi. 4. Óásættanlegt er með öllu að landskipulagsstefna taki mið af ósamþykktri tillögu að rammaáætlun um vernd og orkunýtingu þar sem hún er í mótsögn við fyrirliggjandi samþykktar skipulagsáætlanir (svæðis- og aðalskipulög sveitarfélaga sem og svæðisskipulag miðhálendis). Hluti Gjástykkissvæðis er innan afmörkunar miðhálendis eins og hún er skilgreind í svæðisskipulagi miðhálendisins og þar með landskipulags. Sveitarfélögin á svæðinu hafa markað sér stefnu um nýtingu þess svæðis til orkuvinnslu en fyrirliggjandi tillaga að rammaáætlun gerir ráð hinsvegar fyrir verndun svæðisins. 5. Landskipulagstillagan er nokkuð fjárhagslega íþyngjandi fyrir sveitarfélög. Sérstaklega virðist greining, kortlagning og flokkun landbúnaðarlands eftir verðmæti íþyngjandi fyrir dreifbýl landbúnaðarhéruð og í raun óljóst hverju það mun skila in í aðalskipulag. Nauðsynlegt er að lagt verði mat á kostnað við slíka flokkun á landsvísu. Frekari athugasemdir og ábendingar hefur skipulagsnefnd Norðurþings ekki á þessu stigi. Arnþrúður tekur ekki undir þær athugasemdir sem fram koma í 3. og 4. tölulið, en tekur að öðru leyti undir sjónarmið meirihluta nefndarinnar.