Jan garðyrkjustjóri óskar eftir leyfi til að reisa skýli yfir eldstæði í Skógargerðisdalnum
Málsnúmer 201210012
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 97. fundur - 17.10.2012
Óskað er eftir leyfi til að byggja skýli yfir fyrirhugað eldstæði í útikennslusvæði í Skógargerðisdal. Um er að ræða skýli eins og það sem hugsað var að reisa í Skálabrekkuskógi, en fallið hefur verið frá þeirri hugmynd og hugmyndin nú að reisa skýlið á aðgengilegri stað í Skógargerðisdal. Meðfylgjandi erindi er teikning unnin af Almari Eggertssyni byggingarfræðingi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.