Aðild að Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga
Málsnúmer 201210044
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 58. fundur - 11.10.2012
Fyrir bæjarráði liggur boð um aðild Norðurþings að Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga. Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu í bæjarstjórn. Friðrik óskar bókað:Báknið burt. Friðrik Sigurðsson - sign.
Bæjarstjórn Norðurþings - 18. fundur - 23.10.2012
Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu erindi frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga um aðild Norðurþings að stofnun samtakanna. Málefnið var tekið fyrir á 58. fundi bæjarráðs og því vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Til máls tóku: Friðrik, Jón Helgi, Soffía, Hjálmar Bogi, Trausti, Bergur, Jón Grímsson og Þráinn. Friðrik lagði fram eftirfarandi bókun:Á sveitarstjórnarstiginu tel ég að sjónarmið sjávarútvegsins eigi að ná fram á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga, ef svo er ekki þá þarf að bæta Sambandið en ekki stofna ný samtök.Báknið burt. Tillaga um aðild sveitarfélagsins að samtökunum samþykkt með atkvæðum, Trausta, Jóns Helga, Olgu, Jóns Grímssonar, Þráins, Soffíu, Birnu og Hjálmars Boga.Friðrik greiddi atkvæði gegn tillögunni.