SÁÁ ósk um stuðning við átakið "Betra líf - mannúð og réttlæti"
Málsnúmer 201210091
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 59. fundur - 01.11.2012
Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni SÁÁ vegna átaksins "Betra líf - mannúð og réttlæti". En SÁÁ stendur nú fyrir átakinu Betra líf - mannúð og réttlæti. Átakið felst í því að leitað er eftir stuðningi þjóðarinnar við að 10% af áfengisgjaldinu, sem ríkið innheimtir, verði varið til að veita þolendum áfengis- og vímuefnavandans þá félagslegur þjónustu og úrræði sem eru á skyldum sveitarfélaganna, sem mörg hver eru of fámenn og févana til að veita. En erindi þessa bréfs er að leita eftir stuðningi sveitarstjórna við þetta átak, bæði í orði og borði. SÁÁ óskar eftir því annars vegar að sveitarstjórnir samþykki stuðningsyfirlýsingu við þær tillögur sem liggja að baki átakinu og hins vegar að sveitarstjórnir leggist á sveif með samtökunum um að safna undirskriftarlistum meðal almennings til að draga fram vilja fólks í þessu máli. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið og óskar þeim velfarnaðar.