Viðbragðsáætlun vegna jarðskjálfta
Málsnúmer 201210138
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 59. fundur - 01.11.2012
Á fund bæjarráðs mætti Friðrik Jónsson, framkvæmdastjóri Almannavarnanefndar Þingeyinga. Friðrik fór yfir og kynnti viðbragðaáætlun vegna jarðskjálfta sem verið er að vinna og er langt komin. Bæjarráð leggur ríka áherslu á að allar viðbragðsáætlanir fyrir sveitarfélagið verði kláraðar sem fyrst. Bæjarráð þakkar Friðrik fyrir greinargóða kynningu og vel unnin störf.