Fara í efni

Kynning, Frjálsíþróttadeildar Völsungs

Málsnúmer 201211047

Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 17. fundur - 15.11.2012

Ágústa Pálsdóttur fulltrúi frjálsíþróttadeildar Völsungs mætti á fundinn og kynnti starfsemi deildarinnar. Í máli hennar kom fram að 2008 fór starfsemi deildarinnar undir stjórn Frjálsíþróttaráðs Héraðssambands Þingeyinga. Iðkendafjöldi sveiflast mikið á milli ára. Í Frjálsíþróttaráði HSÞ eru fulltrúar félaga úr Norðurþingi ásamt fulltrúum félaga úr öðrum sveitarfélögum í Þingeyjarsýslu. Foreldradrifið þ.e. foreldrar sjá um að halda úti starfinu. Ekki um neina styrki að ræða vegna starfsins að öðru leyti en því að iðkendur hafa aðgang að tímum í íþróttahúsum sveitarfélagsins.Aðstaðan á Húsavík ekki góð fyrir frjálsar íþróttir. Á sumrin lítil sem engin þátttaka yngri barna vegna aðstöðuleysis. Ágústa talaði um að mjög erfitt væri að standa að starfinu vegna skorts á ytri stuðningi. Ráðið sé svolítið e.o. eyland innan íþróttastarfsins á vegum HSÞ. Tómstunda- og æskulýðsráð þakkar Ágústu Pálsdóttur fyrir ágæta kynningu.