Kynning, Sunddeild Völsungs
Málsnúmer 201211048
Vakta málsnúmerTómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 17. fundur - 15.11.2012
Fulltrúar sunddeildar Völsungs komu á fundinn og kynntu starfsemi deildarinnar. Í máli forsvarsmanna deildarinnar kom fram að sunddeild Völsungs og HSÞ er rekin á sömu kennitölu. 52 iðkendur og eru æfingar á Laugum og á Húsavík. Elísabet Sigurðardóttir er starfsmaður deildarinnar. Markmið deildarinnar er að fara á tvö stórmót yfir vetrartímann og vera með virkt félagastarf. Í samstarfi við önnur sundfélög á Norðurlandi.Þegar farið er á stórmót þá keppa iðkendur undir merkjum HSÞ.Fóru erlendis síðasta sumar í æfingabúðir.Æfingagjöld í lágmarki og þurfa foreldrar og iðkendur að standa fyrir fjáröflunum til að geta greitt fyrir þjálfun deildarinnar.Ný sundlaug orðin tímabær og vildu forsvarsmenn sunddeildarinnar koma því á framfæri að 2004 hefði deildin afhent eina milljón til byggingar nýrrar sundlaugar.Gott samstarf við stjórnendur sundlaugarinnar á Húsavík en nauðsynlegt að bæta ýmsa aðstöðu í kringum laugina. Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar fulltrúunum fyrir ágæta kynningu.