Samtök um kvennaathvarf, umsókn um styrk
Málsnúmer 201211049
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 61. fundur - 14.11.2012
Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá Samtökum um kvennaathvarf um rekstrarstyrk fyrir árið 2013. Meðfylgjandi umsókninni er fjárhagsáætlun fyrir rekstur athvarfsins á næsta ári. Þess er farið á leit að sveitarfélagið leggi til rekstrarstyrk til Kvennaathvarfsins að upphæð 100.000.- Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið en sér sér ekki fært að verða við beiðninni.