Ráðstefna um jarðskjálfta fyrir Norðurlandi
Málsnúmer 201211055
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 61. fundur - 14.11.2012
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Ragnari Stefánssyni, prófessor emeritus við Háskólann á Akureyri, Sigurjóni Jónssyni, dósent við King Abdullah University og Science and Technology (KAUST) og Páli Einarssyni, prófessor við Háskóla Íslands. Ráðstefnan fjallar um jarðskjálfta fyrir Norðurlandi. Eftirfarandi markmið munu vera leiðaljós ráðstefnunnar. 1. Að kynna nýjar niðurstöður rannsókna sem tengjast Tjörnesbrotabeltinu2. Að fara yfir stöðu þekkingar á skjálftasvæðinu3. Að móta stefnu um rannsóknir og eftirlit til að auka skilning á aðdraganda og eðli hugsanlegs stórs jarðskjálfta fyrir Norðurlandi. Það er lagt á það áherslu að fá til fundarins þá vísindamenn sem mest hafa rannsakað jarðskjálftasvæðið, íslenska sem erlenda. Ráðstefnan verður haldinn á Húsavík dagana 6. - 8. júní 2013 og mun framkvæmd hennar verða í samvinnu við Þekkingarnet Þingeyinga. Bréfritarar óska eftir því að sveitafélagið kanni hug sinn til þátttöku í ráðstefnunni, hvort sem er með því að kosta fólk á hana eða með því að veita beinan styrk til verkefnisins. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið og tekur jákvætt í beiðnina. Þar sem ekki liggur fyrir nein kostnaðaráætlun né skýr beiðni um upphæð mun ákvörðun bæjarráðs um fjárhagslega þátttöku verða tekin þegar þær línur skýrast.