Frá Skipulagsstofnun, tilkynning varðandi gildi deiliskipulags
Málsnúmer 201211056
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 61. fundur - 14.11.2012
Fyrir bæjarráði liggur tilkynning frá Skipulagsstofnun varðandi gildi deiliskipulags sem birt hefur verið í Stjórnartíðindum árin 2011 og 2012. Stofnunin vísar til niðurstöðu úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála um gildi tiltekins deiliskipulags sem hefur áhrif á aðrar deiliskipulagsáætlanir sem birtar hafa verið í B - deild Stjórnartíðinda á þessum árum þ.e. eftir að ný skipulagslög nr. 123/2010 tóku gildi.Það er mat Skipulagsstofnunar að úrskurðurinn varði allar þær deiliskipulagsáætlanir þar sem málsmeðferð lauk eftir að nýju skipulagslögin tóku gildi og meira en 3 mánuðir liðu frá því að deiliskipulagið var samþykkt í sveitarstjórn og þar til auglýsing birtist í B - deild Stjórnartíðinda.Sérhvert sveitarfélag þarf nú að skoða allar deiliskipulagsáætlanir og breytingar á deiliskipulagi sem birtar hafa verið í B - deild Stjórnartíðinda eftir að nýju skipulagslögin tóku gildi 1. janúar 2011 og athuga hvort þessi þriggja mánaða tímamörk haldi. Bæjarráð þakkar stofnunni fyrir ábendinguna og vísar því til skipulags- og byggingarnefndar.