Svar Vegagerðarinnar til Markaðsskrifstofu Norðurlands v/snjómoksturs
Málsnúmer 201211091
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 62. fundur - 30.11.2012
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar svarbréf sem Vegagerðin sendi Markaðsstofu Norðausturlands vegna snjómoksturs Dettifossvegar og annara ferðamannavega á Norðurlandi. Fram kemur í svarbréfi Vegagerðarinnar að fjárveitingar ársins 2012 eru þegar uppurnar og ljóst skv. fjárlagafrumvarpi ársins 2013 að ekki verður um raun aukningu að ræða. Dettifossvegur telst fjallvegur þar sem hann liggur í 380 til 400 m hæð en áætlaður kostnaður í meðalvetri við 2ja daga mosktur í viku er nokkrar milljónir króna. Ef snjóþyngsli verða mikil eykst þessi kostnaður hratt. Vegagerðin bendir á fjölda vega um byggð sem enga þjónustu hafa. Fram kemur í bréfi Vegagerðarinna að Markaðsstofa er farið fram á reglubundna þjónustu á vegum að Goðafossi, Dimmuborgum, Grjótagjá og Hverarönd.Til að koma að einhverju leyti til móts við framngreindar óskir er unnt að fallast á að afleggjurum að Hverarönd og Goðafossi verði bætt inn í reglulegan mokstur aðkomuleiða og í stað reglulegs moksturs að Dimmuborgum og Grjótagjá verði reynt að að verða við ósk um mokstur, þegar sérstök ástæða er til og að Dettifossi þegar viðkomandi ferðaþjónustuaðilar áætla ferði þangað, svo framarlega að kostnaður sé innan skynsamlegra marka og að mokstur hverju sinni skapi ekki síðari og stærri vandamál vegna snjóruðnings.Það er von Vegagerðarinnar að þessi viðbrögð sýni að einhverju marki vilja til að koma til móts við óskir ferðaþjónustunnar, þrátt fyrir mjög þröngan fjárhagsramma. Lagt fram til kynningar. Friðrik óskar bókað:"Ferðaþjónustuaðilar í Norðurþingi hafa tekið þátt í sameiginlegu átaki ríkisstjórnarinnar og ferðaþjónustuaðila sem kallast "Ísland allt árið". Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram koma í svarbréfi Vegargerðarinnar gildir stuðningur ríkisins við átakið ekki í Þingeyjarsýslum, nema þegar ekki snjóar" Friðrik Sigurðsson - sign.